4.2.2011 | 10:12
Ég er bara heima að passa.....passa hvern? bara krakkana!
Niðurstöður rannsóknar sem ég heyrði um sýndu að ef karlinn gerði húsverkin samhliða konunni væri kynlíf þeirra virkara. Ég svosem bara kinkaði kolli og gat ýmindað mér að þarna gæti verið margt sannleikskornið, fannst þetta allaveganna ekkert svo ólíklegt. Í útvarpinu nokkru síðar var talar um þessa sömu könnun en útvarpsmanninum Svala fannst þetta allt hið fyndnasta mál og var farið í að reyna ímynda sér að parið þyrfti að gera verkin á sama tíma, nakin! Það var hinsvegar bara grín og það var skírt að þeir skildu hvað væri að tala um, sem var að ef jafnræði ríkti í heimilinu þá væri konan væri frekar til í kynlíf. Síðan hringdu hlustendur inn og einn hlustandi sagði í restina að ef maðurinn hennar hjálpaði henni þá gat hún ýmindað sér að konan væri frekar til í kynlíf,þá væri konan sáttari með sinn mann og ekki eins þreytt.
Ekkert bogið við þetta ? Ég byrjaði strax svolítið að fnussa þar sem ég sat þarna við aksturinn og sagði upphátt "HJÁLPA konunni", hjálpa henni við húsverkin. Hjálpa, hjálpa, hjálpa ??
Jáá.... ég hef heyrt sjálfa mig segja þetta ,"Æi nennirðu ekki aðeins meira að hjálpa mér hérna heima"
Þetta eru setningar sem eru ekkert svo óalgengar
"Já vá, ert þú svona duglegur að
hjálpa til heima við" -
er gjarnan sagt við og um karlinn sem "hjálpar" konunni
að þrífa og halda uppi heimili
Konur tóku áður fyrr þátt í auglýsingum sem í dag eru hreint og beint út sjokkerandi, erum við ekki komin lengra í þróuninni ? Það eru enn í dag allt of mörg heimili þar sem konan vinnur jafnt við karlinn utan heimilisins, en hinsvegar eru skyldur barnanna og heimilisins að mestu enn á henni...það er sorglegt að sjá og það er ekki sanngjart !
Þú meinar, að kona geti opnað þetta ?
Það er ennþá allt of mikið stiplað í karla að þegar þeir eru heima með börnin sín á kvöldin þá eru þeir "heima að passa" og þegar þeir þrífa eða laga til þá eru þeir að "hjálpa konunni að þrífa"
Þessum setningum má útrýma fyrir mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.