Kvenímyndin

Eitt lítið atriði kom fyrir um daginn þegar krakkahópur var að leira og ætlaði að skipta yfir í frjálsan leik. Allir áttu að ganga frá fyrst og gerðu það allir. Síðan þegar ég gaf grænt ljós á að mætti nú yfirgefa borðið, sátu 2 litlar dömur eftir og þegar ég leit við voru þær að hjálpast að, að taka leirdúkinn af borðinu, dustuðu af honum og reyndu að brjóta hann saman, og tóku síðan dúkkurnar sínar og héldu þeim fast að sér og rugguðu því dúkkurnar væru nefnilega skælandi. Ég horfði á þetta og gat ekki séð strákana fyrir mér detta í hug að framkvæma þetta, en afhverju ekki? Það var að myndast heljarinnar pæling og ég þurfi að taka upp lyklaborðið og skrifa.....


Ég heyri oftar en ekki, feministar eru svo ýktir, feministar eru ekkert annað en bitrar rauðsokkur sem hafa ekkert annað við tímann en að "tuða". Því miður hefur feministinn fengið slæma ýmind, líklega vegna æsings en ekki yfirvegaðari hegðun þegar málstaðurinn er kynntur. Líklega vegna þess að viðkomandi er of náin málinu sem hann berst  fyrir. Tilfinningar eru látnar í ljós frekar en baráttan sjálf fyrir sanngjarnari og heilbrigðari kjörum á milli kynjanna. Hvað margir menn hafa hrisst hausinn fyrir framan ykkur og sagt. OH þessir feministar!! - Já, svarið mitt er oft eitthvað á þessa vegu: Já ég skil hvað þú sérð, en þú verður samt að muna hvað þeir eru að reyna að segja. Feministi var upprunalega stofnað til að berjast fyrir bættum kjör konunnar, tækifæri til menntunar , tækifæri til að kjósa, tækifæri til að fá laun greidd og síðar fleiri tækifæri til að fá jöfn laun og kjör eins og hitt kynið fyrir nákvæmlega sömu vinnu. Já þetta hafa allir milljón sinnum heyrt, og jafnréttisstefna er auðvitað málið, auðvitað eru það mannréttindi óháð kynfærum hvað manneskja fær í umbun fyrir vinnu sína. Ég er jafnréttissinni að sjálfsögðu, það eiga ALLIR að vera það, og ég óska þess að það séu það allir í dag. Er ég feminsti? nei ekkert endilega, ég vil berjast fyrir konum og körlum. Ég sé misrétti stundum tengt við karlkynið og stundum konuna.

En það sem fær mig til að velta fyrir mér þessari baráttu er umræða sem ég heyrði fyrir stuttu um að karlinn sé að kynnast nýjum heim núna þar sem hann þarf að koma á móts við konuna sína. Áður fyrr unnu þau bæði,, en konan sá að meirihluta um börnin eftir vinnu og heimilið. Konan bar meiri skyldu gagnvart vinnu sem tengdist heimilinu. Reyndar þegar ég skrifa þetta orð "bar" meiri skyldu þá er það ekki þar með sagt að það sé útdautt, jafnrættinu er ekki fullnægt, enn er prentað í börn sem fæðast í dag að það sé konan sem á að sinna þvottinum, matnum, hreinlætinu, uppeldinu, börnunum og skipulagi innan heimilisins, en þar á milli á konan auðvitað að vera  útivinnandi.

En afhverju er þetta svona, er þetta eðli konunnar að sinna heimili og hafa hreint og hafa áhyggjur af börnunum sem hún fæðir í heiminn og vil sinna þeim frekar en faðirinn? Eðli eða ferli sem hún tengist því hún þarf að sinna því og telur það þannig verða sitt hlutverk í lífinu.

Dóttir mín lagar til í herberginu sínu og hún vill oft fá tusku og hjálpa mér að þrífa og þurrka af, hún sagði meira að segja um daginn þegar hún fékk, já takið eftir fékk að vaska upp, að núna kynni hún þetta og gæti gert þetta alltaf fyrir mig. Það fallegasta við þessa setningu að hún meinti þetta.

Ég heyrði mann segja að mamma hans hafði alltaf beðið hann um að fara út með bræðrum sínum þegar hún ætlaði að laga til svo þeir yrðu hreinlega ekki fyrir henni á meðan þá velti ég því fyrir mér hvað ef ég ætti son, hvernig mundi ég sem móðir hafa skyldur hans gagnvart heimilinu. Ef ég ætti 13 ára son og 13 ára dóttir, og ég mundi vilja biðja annað þeirra að skrúbba baðið og skrúbba salernið. Í hvort þeirra mundi ég hóa? Ég laðaðist að öðru kyninu. Óneitanlega, og  já því miður!

Er karlkynið búið að segja við sjálfan sig að þetta er ekki þeirra hlutverk og það sé merki um veikleika að sjá um þrif og heimilisstörf. Hvaðan koma þessi skilaboð?
Ég sem mamman segji að ég mundi líklega kalla í stúlkuna. Án þess að eiga stúlku né pilt að unglingi þá er ég að ímynda mér hvað ég mundi gera. Koma þessi skilaboð frá móðurinni ?
Eða er móðurin að veikja íminda feministans ómeðvitað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband