7.11.2010 | 15:23
Mömmur
Uppeldi.
Þetta er yfirleitt fyrsta orðið sem ungabarn lærir að segja, þetta er manneskjan sem kemur einstaklingnum í heiminn með tilheyrandi fyrirhöfn. Hún er líka manneskjan sem sinnir fyrstu grunnþörfunum að mestu. En allt þetta segir lítið. Þegar barnið er orðinn fullburða einstaklingur þá man það ekkert eftir fyrstu erfiðu árunum, árunum sem geta verið að reyna á taugakerfi, líkama, og geðheilsu foreldra.
Mamma mín sinnti mér fyrstu árin ásamt föður mínum á sveitabæ norður í þineyjarsýslu ég man það ekki, en ég man að ég gat alltaf leytað til hennar í vandræðum, þótt það kæmi stundum óþolinmæðis andvarp........ en hún var þarna alltaf.
En núna er komið að mér að ala börnin mín upp og þau eru enn á fyrstu árunum í lífinu sem þarf að hugsa um þau.
HUGSA um, hugsa er gott orð sem tengist uppeldi, því uppeldi að mínu mati er hugsun, gjörsamlega allan sólarhringinn. Þú hugsar hvernig þeim líður í daggæslunni, þú hugsar hvort þeim sé nokkuð kalt, hvort þau sakni þín, hvort þau fái ekki knús og sanngjarna meðferð þegar þau eru ekki með mömmu sína til að gæta sín. Heima við hugsar þú um hvað þú þarft að þvo af fötunum þeirra, hversu mörg aukaföt þurfti fyrir næsta dag í skólanum og hvað er blautt og þarf að þurrka eftir daginn. Vantar henni knús núna, er hún svöng, nei hún er öruglega þyrst, er barninu kalt, já það er pest að ganga, best að klæða í aukapeysu. Jiii hvað hún hóstar mikið, best að fara á doctor.is og finna alskyns ráð og meðöl sem ég get gefið henni,það er eitt sem ég get ekki gert, að gera ekki neitt!
Að vera til taks þegar á reynir....
Þegar maður minn fór í starfsmannaferð núna fyrir stuttu og ég var ein heima með dæturnar, þá ákvað ég að taka hljóðið af símanum mínum. Ég vildi sofna snemma og ekki verða vakin og þá fór mamman að hugsa:
Í framtíðinni þegar börnin mín verða stærri og sjálfstæðari get ég ekki sett símann án hjóðs því ég vil að þau gætu leytað til mín í vandræðum. Mömmur gera ekki annað en að hugsa um velferð barna sinna og þau gera allt til að leyta af sanngjarni málamiðlun fyrir alla á heimilinu.
Einstæðar mæður eiga alla mína aðdáun frá toppi til táar. Og þegar ég var ein á heimilinu í 5 vikur í haust þá grét ég kvíðatárum vegna allar vinnurnar sem ég mundi nú sjá um ein, fer úr húsi hálf átta og kem heim tæplega hálf fimm og þá taka hússtörf við og börnin sem eru nú orðin svo þreytt og pirruð að kvöldmat nei nei, það kemur ekki til greina að elda.."Hérna fáðu þér súrmjólk og cheerios". En ég var sterkari en ég hélt og þetta var minna mál en ég nokkurn tíma hélt. En ég vissi að þetta yrðu ekki bara 5 vikur, heimlisfaðirinn stefndi á nám, 100 % erfitt nám og ekki kom til greina nema að halda vinnunni líka. Hann bætti við sig rúmum 50% af vinnu á hverjum mánuði og ég bætti við mig nánast öllum verkum heimilins og mál barnanna yrðu nú að mestu að minni ábyrgð.
Nú er haustið liðið og veturinn byrjaður og ég finn að einstæðar mæður , sérstaklega þær sem eru með fleiri en 1 eða 2 börn, þær eiga alla mína aðdáun, hvernig farið þið að þessu? Það kemur auðvitað ekkert annað til greina, og lífið gengur sama hver staðan þín er.
En þegar ég kíkji í spegilinn núna eftir allan daginn í vinnunni á leikskólanum og eftir að heim kemur og rugga og hugga þarf þreyttur stelpunum eftir erfiðan daginn, , þá stundum lít ég í spegilinn. Ég er farin að sjá bauga, hrukkur hljóta að fara að myndast, ég er þreytt í augunum og það sem ég sé er.....
Þreytta mamman
Þreytta mamman með streitu sem hugsar of mikið. En ekkert þó of,þetta er allt sem þarf að hugsa um til að vera góð mamma..... hugsa....
góða mamman er alltaf til taks, í nótt eftir erfiða síðustu daga með yngri dóttur mína þá skreið sú eldri skælandi upp í rúmið mitt og sagðist "vera að gubba á sig". Hún skældi og var greinilega með háan hita og hóstaði ljótasta hósta sem ég hef heyrt. Maðurinn minn gat ekki sofið fyrir hóstanum í henni og hann hafði sofið mjög lítið síðustu nætur vegna vinnu og skóla. Þarna sat mamman og hugsaði, hvað get ég gert til að öllum líði sem best. Karlinn var þreyttur og þarf svefn, dóttirin er lasin og þarf mömmu sína, ég ég sjálf klofin af þreyttu. Þarna fór mamman líka að hugsa , á sama tíma og hún hélt um stóru stelpuna sína sem leið svo illa, að mömmur gera ótrúlegustu hluti þrátt fyrir þreytu og sínar eigin þarfir.
Hún mamma mín.
já mamma svaraði alltaf í símann, og kom ef voru vandræði. Ég gleymi því aldrei á unglingsárunum að við fengum bíl í láni hjá einu foreldrinu og gerðum okkur ferð í "bæinn" á rúntinn á Akureyri. Þegar við höfðum lent í árekstri og bíllinn skráður óökuhæfur um miðja nótt á Akureyri, allir í sjokki og grátandi yfir vandræðunum sem við hefðum komið okkur í, var ég ekki lengi að grípa upp símann, hvar kom fyrst upp í hausinn = Hún mamma mín.
Í 100 km fjarlægð þurfti ekki að biðja hana um eitt ne neitt, hún lagði um leið af stað, sótti allar vinkonurnar sem lent höfðu í árekstrinum og skutlaði þeim í þeirra sveitir og keyrði svo heim, við sögðum lítið þessa löngu leið heim, það þurfti ekki, mamma var kannski reið, ég veit það ekki, en hún virtist ekki vera það, hún virtist vera fegin að það var allt í lagi og að ég skildi hringja í sig og hún gæti komið með mig heim þar sem hún vissi ég væri örugg. Ég allaveganna ímindaði mér að hún væri að hugsa það, en Það var allt í lagi með mig, mamma kom....
Sagði ég takk? Ég man það ekki, þurfti það, eða vissi hún hversu mikils virði það væri að geta reytt á hana.
En þegar ég leit í spegilinn, svo þreytt svo lúin, svo dreymandi um nokkra klukkustunda frí til að geta eytt í sjálfan mig til að líta á stundum ekki jafn lúin út, þá kemur maðurinn minn tekur utan um mig og segir....
" Eigum við ekki að eignast annað barn" ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.